DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen

Árni Johnsen
Árni Johnsen

Eitri var komið fyrir í fæðubótarefni sem Árni Johnsen þingmaður tók á tímabili og þannig eitrað fyrir hann.

Þeir sem hitt hafa Árna á síðustu árum hafa tekið eftir því að hendur hans eru bólgnar og neglurnar illa farnar. Sögusagnir hafa gengið manna á milli um að eitrað hafi verið fyrir hann en Árni hefur aldrei viljað ræða þennan orðróm opinberlega. Þar til nú, að því er fram kemur í DV í dag.

„Þeir sem best þekkja til telja það alveg á hreinu að það var eitrað fyrir mér. Þetta þýddi að ég fékk bólgur á hendurnar. Þetta gerði mér þó ekkert annað. Þetta var bara leiðinlegt. Síðan fór ég í afeitrunarmeðferð til Póllands og hún svínvirkaði. Læknirinn sem stjórnar meðferðinni þar þurfti ekki einu sinni að spyrja mig. Hún sagði mér bara hvað kom fyrir. Ég sagði henni aldrei neitt,“ segir Árni  í samtali við DV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert