Nokkur skip að veiðum

Aðalsteinn Jónsson SU 11
Aðalsteinn Jónsson SU 11

Nokk­ur loðnu­skip eru nú að veiðum vest­ur af Reykja­nesi. Þar er þokka­legt veður. Þar voru í morg­un m.a. Aðal­steinn Jóns­son SU og Lundey NS að veiðum. Börk­ur NK var einnig kom­inn á miðin.

Aðal­steinn Jóns­son SU var ný­kom­inn á miðin í morg­un til að veiða það sem þeir eiga eft­ir af sín­um skammti. Þor­steinn Kristjáns­son skip­stjóri sagði að þeir sæju loðnu á miðunum. Þeir á Aðal­steini fengu út­hlutað rúm­lega 1,300 tonn­um af loðnu. Skipið landaði 800 tonn­um af frystri loðnu í Hafnar­f­irði í gær en afl­inn er unn­inn um borð. Þor­steinn sagði að mikið væri komið af hrogn­um í loðnuna og nefndi að hrogna­fyll­ing­in væri um 26%.

Aðal­steinn Jóns­son SU tók þátt í loðnu­leit­inni. Þor­steinn skip­stjóri kvaðst ekki eiga von á að gef­inn yrði út viðbót­arkvóti á loðnu, nema meira mæld­ist af henni á miðunum en mælst hef­ur hingað til. 

Sturla Þórðar­son skip­stjóri á Berki NK sagði að þeir hafi séð eitt­hvað af loðnu með suður­strönd­inni í gær. Hann sagði að gögn­in úr loðnu­leit­inni yrðu send til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar sem síðan tæki ákvörðun um fram­haldið. Bræla var meðan á leit­inni stóð. Sturla sagði að þeir væru nú komn­ir vest­ur fyr­ir Reykja­nes til þess að skoða ástandið, en þeir væru hætt­ir loðnu­leit. Þeir á Berki NK eiga eft­ir smá slatta af loðnu­skammt­in­um sem þeim var út­hlutað.

Börkur NK.
Börk­ur NK. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert