Meira stolið í kreppu

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson. mbl.is/Júlíus

Þjófnaður úr búðum hefur stóraukist eftir að kreppan skall á. Þetta sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins á fundi Samtaka verslunar og þjónustu.

Stefán sagði að á árinu 2007 hefðu tilkynningar um þjófnaði verið um 200-400 á mánuði, en á miðju síðasta ári hefði tilkynningu fjölgað mikið og í lok síðasta árs hefði fjöldi tilkynninga farið upp í yfir 600. Flestar af þessum tilkynningum vörðuð þjófnaði úr verslunum. Tölur um innbrot sýndu sömu þróun.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, sagði þessa þróun afar slæma. Hann sagði að kostnaður verslunarinnar vegna þjófnaði hefði verið áætlaður 5-6 milljarðar á ári. Þessi kostnaður hefði aukist verulega að undanförnu. Hann sagði nauðsynlegt að grípa til lagasetningar til að styrkja baráttu lögreglu og verslunar gegn þessum ófögnuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert