Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur

Árni Mathiesen lét að sér kveða í umræðunni á Alþingi …
Árni Mathiesen lét að sér kveða í umræðunni á Alþingi í dag. Ómar Óskarsson

Árni M. Mat­hiesen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að þær hug­mynd­ir sem uppi eru hjá meiri­hlut­an­um um að for­sæt­is­ráðherra skipi fjóra af fimm nefnd­ar­mönn­um í nýja pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans, veiti for­sæt­is­ráðherra mjög mik­il völd.

Um er að ræða seðlabanka­stjór­ann sjálf­an, aðstoðarseðlabanka­stjór­ann sam­kvæmt til­lög­um meiri­hluta viðskipta­nefnd­ar, og tvo sér­fræðinga.

Þar að auki munu all­ar þess­ar skip­an­ir eiga sér stað sam­tím­is ef frum­varpið um breyt­ing­ar á yf­ir­stjórn bank­ans verður að lög­um. ,,Ég ef­ast um að for­sæt­is­ráðherra hafi nokk­urn tíma haft svona mikið vald yfir seðlabanka­stjórn­inni,“ sagði Árni í lok ræðu sinn­ar á Alþingi í dag. ,,Þá mætti jafn­vel hugsa sér að þetta yrði seðlabanki Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur,“ bætti hann við og tók þannig und­ir orð Birg­is Ármanns­son­ar sam­flokks­manns síns, sem fyrr í umræðunni hafði vikið að því að völd for­sæt­is­ráðherra yfir seðlabank­an­um yrðu mjög mik­il með þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert