Sex til tíu námsstyrkir í Abu Dhabi í boði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/RAX

Mas­dar stofn­un­in í Abu Dhabi hef­ur boðið for­seta Íslands Ólafi
Ragn­ari Gríms­syni að til­nefna sex til tíu ís­lenska stúd­enta í alþjóðlega
sveit náms­manna en úr henni verða vald­ir styrkþegar til meist­ara­náms í
verk­fræði, um­hverf­is­fræðum, upp­lýs­inga­tækni og stjórn­un. Kostnaður við
nám þeirra, hús­næði og dvöl verður greidd­ur að fullu.

Námið við Mas­dar stofn­un­ina er skipu­lagt í sam­vinnu við MIT há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um og þurfa nem­end­ur að upp­fylla strang­ar kröf­ur sem gerðar eru til náms­dval­ar við þann skóla enda verður meist­ara­gráðan einnig vottuð af MIT. Náms­menn­irn­ir sem vald­ir verða úr hinni alþjóðlegu sveit um­sækj­enda skulu hafa lokið B.Sc. gráðu í viðkom­andi grein­um.

For­seti Íslands til­kynnti um þessa styrki við opn­un Frama­daga í Há­skóla­bíói í morg­un, en Frama­dag­ar eru sam­starfs­verk­efni há­skóla­nem­enda og at­vinnu­lífs. Á þeim gefst nem­end­um tæki­færi til að huga að framtíðar­starfi, styrkj­um fyr­ir loka­verk­efni og öðrum tæki­fær­um. Dag­arn­ir eru skipu­lagðir af Íslands­deild AIESEC, alþjóðleg­um sam­tök­um
stúd­enta.

Mas­dar stofn­un­in í Abu Dhabi var sett á lagg­irn­ar fyr­ir nokkr­um árum og er starf­semi henn­ar liður í áhersl­um lands­ins á vist­væna framtíð, hreina orku og vernd­un líf­rík­is jarðar. Verk­efni stofn­un­ar­inn­ar hef­ur meðal ann­ars verið að skipu­leggja nýja borg, Mas­dar­borg, með þeim hætti að hvorki verði þar meng­un af úr­gangi né út­blæstri.

For­seti Íslands hef­ur á und­an­förn­um árum starfað náið með stjórn­end­um Mas­dar meðal ann­ars for­stöðumann­in­um dr. Sult­an Ah­med Al Jaber. Þá sótti for­seti heims­ráðstefnu um orku­mál, World Fut­ure Energy Summit, sem hald­in var í Abu Dhabi í fyrsta sinn árið 2008 og tók sæti í dóm­nefnd vegna nýrra orku­verðlauna sem þjóðhöfðingi Abu Dhabi stofnaði.

Þess má geta að ís­lensk verk­fræði- og orku­fyr­ir­tæki sóttu heims­ráðstefn­una bæði árið 2008 og 2009.

For­seti Íslands mun leita eft­ir til­nefn­ing­um frá ís­lensk­um há­skól­um og öðrum mennta­stofn­un­um og rann­sókn­ar­stofn­un­um. Ein­stak­ir náms­menn sem áhuga hafa á að koma til greina við val á styrkþegum geta aflað nán­ari upp­lýs­inga á skrif­stofu for­seta Íslands. For­seti Íslands mun síðan hafa sam­ráð við pró­fess­ora og vís­inda­menn við ís­lensk­ar mennta­stofn­an­ir um til­nefn­ing­ar á ís­lensku stúd­ent­un­um.

Um­sókn­ir frá þeim nem­end­um sem áhuga hafa þurfa að hafa borist for­seta­embætt­inu fyr­ir 15. mars næst­kom­andi.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um þetta nám og þær náms­braut­ir sem í boði verða má fá á vef­setri Mas­dar.

Stofn­un­in ger­ir kröfu um að um­sækj­end­ur hafi lokið GRE prófi og
TOEFL eins og tíðkast við banda­ríska há­skóla, og hafi lokið B.Sc. prófi
með góðri ein­kunn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert