Stefnt að lokaumræðu á mánudag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Gert er ráð fyr­ir að þriðja og síðasta umræða um seðlabankafrum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar fari fram á Alþingi á mánu­dag. Greidd voru at­kvæði um frum­varpið eft­ir aðra umræðu nú síðdeg­is og er gert ráð fyr­ir að viðskipta­nefnd fjalli um það aft­ur yfir helg­ina að ósk sjálf­stæðismanna.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði fyr­ir at­kvæðagreiðsluna í dag, að viðskipta­nefnd hefði unnið gott starf varðandi frum­varpið. Breyt­ing­ar­til­lög­ur meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar styrktu meg­in­mark­mið frum­varps­ins um fag­lega end­ur­skipu­lagn­ingu yf­ir­stjórn­ar Seðlabank­ans. Sagði Jó­hanna að breyt­ing­in, sem verið væri að gera um Seðlabank­ann, muni gegna lyk­il­hlut­verki í end­ur­reisn trú­verðug­leika ís­lensks efna­hags­lífs.

Birg­ir Ármanns­son, talsmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í viðskipta­nefnd, sagði að frum­varpið hefði breyst til bóta miðað við það sem upp­haf­lega var lagt fram á þingi. Því miður væri frum­varpið þó lítið skref í þeim nauðsyn­legu laga­breyt­ing­um, sem þurfi að gera um eft­ir­lits­stofn­an­ir á Íslandi.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, Frjáls­lynda flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins studdu flest­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur stjórn­ar­flokk­anna en tvær breyt­ing­ar­til­lög­ur frá sjálf­stæðismönn­um í viðskipta­nefnd voru felld­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert