Eignir á „góðu verði“

Fasteignasala hefur fengið til sölu um það bil þrjátíu fasteignir frá banka. Sölumaðurinn segir í tölvupósti til samstarfsfólks að eignirnar fáist á góðu verði.

Ingi Már Grétarsson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni RE/MAX Bær, segir aðspurður að margar eignirnar hafi verið til sölu annars staðar í marga mánuði og auglýstar á fasteignavefjum. Viðkomandi banki vilji reyna nýja sölu og hafi komið til sín.

Ingi Már gefur ekki upp hvaða banki á í hlut og heldur ekki um hvaða eignir er að ræða. Í tölvubréfi hans kemur fram að þarna eru ýmsar gerðir af íbúðarhúsnæði, sumarhús og iðnaðarhúsnæði, allt frá fokheldu og upp í tilbúið, á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Þótt talað sé um gott verð þvertekur Ingi Már fyrir að um svokallaða brunaútsölu sé að ræða. Segist reikna með meirihluti eignanna seljist á því verði sem gerist og gengur á markaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert