Húsfyllir til heiðurs Jóni Baldvini

Fullt er út úr dyrum á málþingi sem stendur nú yfir í Iðnó til heiðurs Jóni Baldvini Hannibalssyni sjötugum. Það eru gamlir nemendur Jóns Baldvins sem standa að málþinginu „til heiðurs meistara sínum," eins og segir í tilkynningu.

Málþingið ber yfirskriftina Norræna velferðarríkið og óvinir þess: endurreisn í anda jafnaðarstefnu en frummælendur eru prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Í panelumræðum taka þátt Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Árni Páll Árnason alþingismaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaþingmaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þóra Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur stýrir umræðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert