Fullt er út úr dyrum á málþingi sem stendur nú yfir í Iðnó til heiðurs Jóni Baldvini Hannibalssyni sjötugum. Það eru gamlir nemendur Jóns Baldvins sem standa að málþinginu „til heiðurs meistara sínum," eins og segir í tilkynningu.
Málþingið ber yfirskriftina Norræna velferðarríkið og óvinir þess: endurreisn í anda jafnaðarstefnu en frummælendur eru prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Í panelumræðum taka þátt Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Árni Páll Árnason alþingismaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaþingmaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þóra Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur stýrir umræðunum.