Laugin kostar 1,8 milljarða

mbl.is/Valdís Thor

„Allar kostnaðartölur eru úr lausu lofti gripnar. Ekki má gleyma því að laugin var boðin út í alútboði þannig að hönnuður og verktaki taka alla ábyrgð á kostnaðarþáttum,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar.

Hann var spurður um frétt í Morgunblaðinu í gær þar sem sagt var að kostnaður við Ásvallalaug hefði hækkað mikið vegna gengisfalls krónunnar og væri nú áætlaður 3 til 3,5 milljarðar króna.

Gunnar rifjar það upp að unnið hafi verið lengi að þessu verkefni og um það verið þverpólitísk samstaða í Hafnarfirði. Meðal annars hafi verið unnið að því í samvinnu við Sundfélag Hafnarfjarðar og íþróttafélag fatlaðra. Sundlaugin hafi verið sérhönnuð fyrir starfsemina. Gunnar segir áætlað að laugin kosti um 1,8 milljarða króna.

Nánar tiltekur hann að grunnkostnaður sé 1.450 milljónir króna, í samræmi við samning sem gerður var eftir alútboð árið 2006. Síðan hafi fallið til aukaverk vegna breytinga í tengslum við íþróttastarfið sem kosti 200-300 milljónir. Lán vegna annarra þátta. Hann segir að tölur um 3,5 milljarða króna kostnað séu svo fjarri raunveruleikanum að ekki taki nokkru tali. Gunnar hafnar því einnig að blanda lántökum á síðasta ári inn í málið.

„Það lánasafn sem vísað er til tengdist fjölmörgum þáttum í rekstri Hafnarfjarðarbæjar umliðna áratugi,“ segir Gunnar og nefnir endurgreiðslu gatnagerðargjalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert