Minna húðkrabbamein vegna fækkunar ferða

mbl.is/Brynjar Gauti

Mikil fækkun utanlandsferða mun væntanlega draga úr því að Íslendingar sólbrenni. Það gæti síðan leitt til fækkunar húðkrabbameinstilfella.

Geislavarnir Íslands vekja athygli á niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir Lýðheilsustöð á seinni hluta ársins 2007 þar sem fram kemur að fleiri Íslendingar sólbrunnu erlendis en hér á landi.

Nærri þriðjungur Íslendinga yfir 18 ára aldri sólbrann í sólarferð og 10% að auki brunnu annars staðar utan landsteinanna. Þegar litið er til aldursflokksins 18-25 ára sést að fleiri sólbrunnu í ljósabekk en í sólbaði á Íslandi.

Að jafnaði hefur hver Íslendingur farið í eina og hálfa ferð til útlanda á ári. Útlit er fyrir mikla fækkun og hafa komið fram upplýsingar um 40% fækkun ferða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka