Reisa blokk í Fossvogi

Samtök aldraðra hafa þegar látið byggja tvær íbúðablokkir við Sléttuveg. …
Samtök aldraðra hafa þegar látið byggja tvær íbúðablokkir við Sléttuveg. Nú bætist sú þriðja við.

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fjölbýlishús á vegum Samtaka aldraðra við Sléttuveg í Fossvogi í næsta mánuði. Að sögn byggingarverktakans er engan bilbug að finna á verkkaupanum enda meirihluti íbúðanna þegar seldur.

Um er að ræða 58 íbúða blokk, þá þriðju sem Samtök aldraðra láta reisa við Sléttuveg, en íbúðirnar eru ætlaðar fólki 60 ára og eldra.

Að sögn Kára Arngrímssonar, forstjóra verktakafyrirtækisins Atafls sem byggir húsið, hefur undirbúningur verkefnisins staðið í um hálft ár og verður því haldið áfram, þrátt fyrir kreppuna nú.

„Tveir þriðju hlutar íbúðanna eru þegar farnir og það er bara verið að klára að koma síðustu íbúðunum út,“ segir Kári en stefnt er að því að hefja framkvæmdir í seinni hluta marsmánaðar. „Þetta er um tveggja ára verkefni og það skiptir vissulega máli í dag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka