Reksturinn gengur vel

Café Oliver er við Laugaveg.
Café Oliver er við Laugaveg.

Rekstraraðili tveggja skemmtistaða í Reykjavík áréttar að rekstur þeirra gangi vel, nú þegar þeir séu aftur komnir í hendur upprunalegra eigenda. Félög fyrri eigenda hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta.

„Við áttum staðina upprunalega og seldum þá svo 2007. Við fengum þá svo aftur í febrúar 2008 og erum því upprunalegir eigendur staðanna sem eru í fullri siglingu núna. Staðirnir ganga nú mjög vel,“ segir Arnar Þór Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Kúba ehf, sem sér um rekstur Café Oliver og Q bar.

„Það var sami rekstraraðili með staðina sem fóru í þrot þegar þeir voru undir hans eignarhaldi.“

Arnar Þór var á sínum tíma einnig eigandi skemmtistaðarins Barinn við Laugaveg sem var seldur í ágúst 2007.

Kúba ehf keypti staðinn aftur 2008, ásamt Café Oliver og Q bar.  

Arnar Þór átti Barinn aðeins í einn dag og seldi hann þá aftur.

Arnar Þór segir upprunalegan eiganda Iðusala við Lækjargötu vera kominn aftur í reksturinn en félag um þann rekstur varð einnig gjaldþrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert