Segir fjölda starfa tapast

mbl.is/ÞÖK

Um 250 störf á Íslandi eru í hættu þar sem bresk stórmarkaðskeðja hefur ákveðið að segja upp viðskiptum við íslenska fiskútflytjendur. Ástæðan er sú ákvörðun stjórnvalda að leyfa hvalveiðar hér við land að nýju.

Heildarviðskipti breska fyrirtækisins við íslensk fiskvinnslufyrirtæki nema um þremur til þremur og hálfum milljarði króna árlega, að sögn framkvæmdastjóra eins þeirra.

Frostfiskur ehf. á, ásamt fleiri íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum, í viðskiptum við bresku stórmarkaðskeðjuna Waitrose sem býður hágæðamatvörur undir hatti umhverfisverndar. M.a. leggur Waitrose áherslu á að skipta ekki við þjóðir sem stunda hvalveiðar og sniðgengur því t.d. vörur frá Noregi og Færeyjum.

Steingrímur Leifsson framkvæmdastjóri segir að viðskipti Frostfisks við Waitrose skapi um einn milljarð í gjaldeyristekjur á hverju ári en heildarviðskipti Waitrose við íslensk fiskvinnslufyrirtæki nemi um þremur og hálfum milljarði árlega. „Það eru 250 manns í beinum og óbeinum störfum á Íslandi vegna viðskiptanna við þessa einu keðju.“

Waitrose hefur sent Frostfiski bréf þar sem segir að verði af hvalveiðum við Íslandsstrendur muni fyrirtækið slíta viðskiptum við íslensk fyrirtæki. Hjá Frostfiski í Þorlákshöfn starfa um 100 manns og óttast Steingrímur að hann þurfi að fækka þeim um helming tapist viðskiptin við Waitrose.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert