Tuttugasti útifundur Radda fólksins stendur nú yfir á Austurvelli. Um tvöhundrað manns eru á fundinum, enda kaldur næðingur í miðborginni sem stendur.
Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu en ræðumenn að þessu sinni eru Marinó G. Njálsson ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.