Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn

Steve Cosser
Steve Cosser

„Það ligg­ur fyr­ir að við höf­um enn áhuga á sam­starfi um prent­un og dreif­ingu og það var umræðuefni fund­ar­ins,“ seg­ir Ari Edwald, for­stjóri 365.

Ástr­alski fjár­fest­ir­inn Steve Coss­er, sem fer fyr­ir ein­um þriggja hópa sem gerðu til­boð í Árvak­ur, þingaði í dag með eig­end­um Frétta­blaðsins.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hafnaði á dög­un­um hug­mynd­um um að sam­eina prent­un og dreif­ingu Frétta­blaðsins og Morg­un­blaðsins. Ari seg­ir að þau skil­yrði sem sett voru af hálfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, hafi verið óaðgengi­leg. Coss­er hafi hins veg­ar viljað kynna sér þá samn­inga sem voru til staðar og voru und­ir­ritaðir í októ­ber milli fé­lag­anna. Enn­frem­ur í hverju skil­yrðin sem Sam­keppnis­eft­ir­litið setti, fólust.

„Við gát­um ekki beygt okk­ur und­ir þau skil­yrði sem Sam­keppnis­eft­ir­litið setti fyr­ir sam­starfi með Árvakri, miðað við þær for­send­ur sem uppi voru. En það er ekki þar með sagt að það sé ekki skyn­sam­legt að gera þetta. Það þarf bara að fara yfir for­send­urn­ar á ný. Viðræðurn­ar við Coss­er sner­ust m.a. um það hvort hægt væri að end­ur­vekja málið,“ seg­ir Ari Edwald.

Íslands­banki tek­ur lík­lega á morg­un af­stöðu til þeirra til­boða sem bár­ust í Árvak­ur. Þrjú skuld­bind­andi til­boð bár­ust og voru tvö tek­in til nán­ari skoðunar. Til­boð Coss­ers og viðskipta­fé­laga hans er annað þeirra, hitt er til­boð frá hópi sem Óskar Magnús­son fer fyr­ir.

Ari Edwald vildi ekki tjá sig um hvort sam­komu­lag hefði verið gert við Coss­er með fyri­vara um niður­stöðuna hjá Íslands­banka.

“Ég tel víst að við mun­um eiga sam­töl við Coss­er áfram ef svo fer að hann eign­ist Árvak­ur,“ seg­ir Ari Edwald.

Ari Ewdald, forstjóri 365 miðla.
Ari Ewdald, for­stjóri 365 miðla. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert