Dökkar horfur, segir ráðherra

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir í viðtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag í dag að horfurnar séu dökkar hjá íslensku þjóðinni. Haft er eftir honum að skuldir þjóðarinnar muni á næstunni hækka verulega og muni verða álíka háar og árleg þjóðarframleiðsla hérlendis. Gylfi bendir þó á þá björtu hlið að efnahagslíf þjóðarinnar sé enn virkt.

„Það er flókin spurning,“ svarar Gylfi, spurður um umfang skulda Íslands en segir þær munu hækka gríðarlega á næstunni. „Skuldir Íslands munu líka hækka vegna mikils halla á fjárlögum á þessu ári og því næsta. Brúttóskuldir þjóðarinnar verða ámóta og árleg þjóðarframleiðsla okkar.”

Gylfi nefnir þó að - þrátt fyrir allt - verði ástandið hér á landi aðeins lítillega verra en það var á Ítalíu og í Belgíu, fyrir efnahagshrunið í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka