Dökkar horfur, segir ráðherra

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir í viðtali við þýska dag­blaðið Welt am Sonntag í dag að horf­urn­ar séu dökk­ar hjá ís­lensku þjóðinni. Haft er eft­ir hon­um að skuld­ir þjóðar­inn­ar muni á næst­unni hækka veru­lega og muni verða álíka háar og ár­leg þjóðarfram­leiðsla hér­lend­is. Gylfi bend­ir þó á þá björtu hlið að efna­hags­líf þjóðar­inn­ar sé enn virkt.

„Það er flók­in spurn­ing,“ svar­ar Gylfi, spurður um um­fang skulda Íslands en seg­ir þær munu hækka gríðarlega á næst­unni. „Skuld­ir Íslands munu líka hækka vegna mik­ils halla á fjár­lög­um á þessu ári og því næsta. Brúttóskuld­ir þjóðar­inn­ar verða ámóta og ár­leg þjóðarfram­leiðsla okk­ar.”

Gylfi nefn­ir þó að - þrátt fyr­ir allt - verði ástandið hér á landi aðeins lít­il­lega verra en það var á Ítal­íu og í Belg­íu, fyr­ir efna­hags­hrunið í haust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert