Friðsælt á Lækjartorgi

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Rúm­lega 20 manns svöruðu kalli Öskra, hreyf­ing­ar bylt­inga­sinnaðra stúd­enta í kvöld. Fólk hafði á net­inu verið hvatt til að fjöl­menna á Lækj­ar­torg og koma með eldivið og bylt­ing­ar­and­ann til mót­mæla en fáir svöruðu kall­inu. Allt fór friðsam­lega fram. Smá­eld­ur var kveikt­ur á Lækj­ar­torgi en hann var slökkt­ur og um leið bar­áttu­and­inn að því er virðist, því sam­kom­an leyst­ist upp.

Á vefsíðunni öskra.org var fólk hvatt til að fjöl­menna á Lækj­ar­torg og láta í sér heyra. Á síðu sam­tak­anna seg­ir að und­an­farið hafi mót­mæli verið und­ar­lega þögul. Hvorki hafi heyrst hávaði frá hömr­um né meitl­um eða öðrum járn­verk­fær­um. Þá hafi ekk­ert heyrst í hljóðfær­um eins og tromm­um eða lúðrum. Ekki einu sinni eitt óp í tauga­veikluðu barni. „Stjórn­völd beita lög­regl­unni til að viðhalda vinnufrið,“ seg­ir á heimasíðu sam­tak­anna.

Ró­legt var á Lækj­ar­torgi. Um 20 manns komu sam­an þar og kveiktu smá­eld. Þegar fólk­inu fjölgaði, stækkaði eld­ur­inn. Þegar allt stóð sem hæst voru 6 vöru­bretti á eld­in­um en lög­regla ákvað að sker­ast í leik­inn. Slökkviliðið mætti en þegar átti að slökkva eld­inn. slógu mót­mæl­end­ur skjald­borg um bál­köst­in. Á end­an­um var eld­ur­inn slökkt­ur og fljót­lega upp úr því hurfu mót­mæl­end­ur á brott.

mbl.is/​Jakob Fann­ar Sig­urðsson
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert