Réttindi óbreytt hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna

Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru um áramót 7,2% minni en lífeyrisskuldbindingar, samkvæmt tryggingafræðilegri athugun. Það er innan þeirra 10% vikmarka sem lög heimila. Því munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá áramótum. Hins vegar er vissa um þróunina.

Lífeyrissjóður verslunarmanna birtir í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag upplýsingar um starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Lífeyrissjóðirnir töpuðu miklum fjármunum við fall viðskiptabankanna og verðfall á öðrum eignum. Fram kemur að þrátt fyrir það hafi sjóðurinn náð að verja meginhluta af eignasafni sínu. Þannig námu eignir 249 milljörðum í lok árs 2008 í stað 269 milljarða ári fyrr. Lífeyrissjóður verslunarmanna stóð vel fyrir kreppuna og hefur hækkað lífeyrisréttindi sjóðfélaga um rúm 21% umfram verðlagsbreytingar frá 1997. Fram kemur í upplýsingum frá sjóðnum að þróun lífeyrisgreiðslna muni ráðast af ástandinu á fjármálamörkuðum og áhrifum þess á eignir.

„Afkoma ársins veldur mér að sjálfsögðu vonbrigðum. Miðað við allar aðstæður má þó ef til vill segja að það hafi unnist ákveðinn varnarsigur,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri. Bendir hann í því sambandi á að nafnávöxtun hafi lækkað hjá erlendum sjóðum, þar á meðal lífeyrissjóðum, jafnvel um 20-30%.

Ákveðin óvissa er um horfur á þessu ári. Þorgeir bendir á að verð hlutabréfa hafi haldið áfram að lækka á erlendum mörkuðum auk þess sem styrking íslensku krónunnar hafi neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins. Þá sé réttarleg óvissa um uppgjör gjaldmiðlavarnarsamninga. „Staðan býður jafnframt upp á tækifæri þar sem verðbréf eru í lágu verði. Það gefur okkur tækifæri til að fjárfesta í verðbréfum á hagstæðu verði til lengri tíma.“

Í hnotskurn
» Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði 32 milljörðum á fjárfestingum sínum á síðasta ári.
» Ávöxtun eigna sjóðsins var neikvæð um 11,8% á árinu og raunávöxtun neikvæð um 24,1%. Þegar litið er til síðustu fimm eða tíu ára sést að hrein raunávöxtun hefur verið jákvæð.
» Á síðasta ári fengu 8.662 greiddan lífeyri, alls að fjárhæð 5 milljarða kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert