Afkoma Sorpu í járnum

Hagnaður af rekstri Sorpu byggðasamlags nam 4,2 milljónum króna á síðasta ári en var 161 milljón króna árið 2007. Tilgangur Sorpu er að annast sorpeyðingu fyrir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að félaginu.

Rekstrartekjur Sorpu námu 2048 milljónum á síðasta ári en 2006 milljónum árið 2007 sem er 2,1% hækkun. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1798  milljónir samanborið við 1699 milljónir árið 2007 og hækkuðu um tæp 6%.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert