Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu
Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu mbl.is/Kristinn

Samfylkingin ýtti á dögunum eftir samþykkt siðareglna hjá Reykjavíkurborg og lagði fram útfærðar reglur um skráningu hagsmunatengsla, gjafir, boðsferðir o.s.frv. í borgarráði. Aðrir flokkar í borgarráði hafa brugðist jákvætt og lagt fram jákvæða afstöðu flokka sinna í borgarráði. Þar er þó enn beðið afstöðu Framsóknarflokksins, að því er segir í tilkynningu frá oddvita Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni.

Tillaga Samfylkingarinnar um reglur um hagsmunatengsl ná til tekna, gjafa, utanlandsferða, fjárhagslegs stuðnings, þ.m.t. framlög til framboðsmála, eignatengsl og samkomulag við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur. Tillögurnar byggja á fyrirmynd frá danska þjóðþinginu og eru liður í tillögugerð Samfylkingarinnar um ábyrga stjórn borgarinnar sem kynnt verður frekar á næstunni. Markmið tillagnanna er að endurreisa traust á borgarstjórn eftir þann hrunadans við stjórn borgarinnar sem borgarbúar hafa orðið vitni að á yfirstandandi kjörtímabili, að því er segir í tilkynningu.

Tillögur að siðareglum hafa legið fyrir á vettvangi borgarstjórnar frá því fyrir jól. Siðareglurnar voru skráðar af þverpólitískum hópi borgarfulltrúa eftir ítrekaða tillögugerð Samfylkingarinnar í borgarstjórn um gerð þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Degi B. Eggertssyni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka