Farðu heim, góði minn

Jonas Moody, bandarískur blaðamaður, sem hefur búið hér og unnið í sex ár fær ekki atvinnuleysisbætur, eftir að hann missti vinnuna í nóvember.  Ástæðan er sú að atvinnuleyfi hans var einungis tímabundið, til árs í senn og bundið vinnuveitandanum. Það féll því úr gildi þegar honum var sagt upp á tímaritinu Iceland Review.

Jonas, sem er þrítugur, sótti um ríkisborgararétt til Alþingis en var hafnað. Hann er að gifta sig á morgun en þannig fær hann að dvelja í landinu áfram ef hann getur sýnt fram á viðunandi framfærslu.  Þá þarf hann heldur ekki atvinnuleyfi ef hann finnur vinnu. Sambýlismaður Jonasar er málvísindamaður og missti nýverið vinnuna hjá Orðabók Háskólans

Jonas rekur sig hvarvetna á veggi þótt hann hafi búið hér og starfað í sex ár, lifi með Íslendingi og eigi hér íbúð og bíl. Menn vilji senda hann heim eins og pakka á viðtakanda. Rekinn burtu, farðu heim, búið, bless. Hann segir fáránlegt að menn geti borgað til samfélagsins árum saman í gegnum skattkerfið án þess að eiga nokkuð inni hjá kerfinu þegar áföllin dynja yfir. Útlendingar séu mannverur ekki innfluttar vörur.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert