Fræðslufundur um salmonellu

Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey. Matartími í einangrunarstöðinni.
Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey. Matartími í einangrunarstöðinni. Magnús J. Mikaelsson

Mat­væla­stofn­un held­ur í dag, þriðju­dag, fræðslufund um salmo­nellu í fóðri, búfé og mat­væl­um, en í fyrra greind­ist salmo­nella í aukn­um mæli í sýn­um í fóður­stöðvum og í svína- og ali­fugla­eldi við reglu­bundna vökt­un stofn­un­ar­inn­ar.

Munu fram­sögu­menn fjalla um salmo­nellu á Íslandi, þró­un­ina und­an­far­in ár, stöðuna í dag og framtíðar­horf­ur á öll­um stig­um fæðukeðjunn­ar allt frá dýra­fóðri að til­bún­um mat­væl­um.

Salmo­nellu­til­felli komu einnig upp í hross­um í fyrra en í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un seg­ir að ávallt sé hætta á að sýk­ill­inn komi upp í öðrum dýr­um eða mat­væl­um, inn­lend­um sem inn­flutt­um.

„Sýk­ill­inn get­ur borist í menn við neyslu á menguðum mat­væl­um og með snert­ingu við sýkt dýr með til­heyr­andi heilsu­spill­andi áhrif­um. Það er því full ástæða til að standa vörð um góða stöðu salmo­nellu hér á landi og að bregðast við auk­inni tíðni með nauðsyn­leg­um úr­bót­um.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert