Fræðslufundur um salmonellu

Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey. Matartími í einangrunarstöðinni.
Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey. Matartími í einangrunarstöðinni. Magnús J. Mikaelsson

Matvælastofnun heldur í dag, þriðjudag, fræðslufund um salmonellu í fóðri, búfé og matvælum, en í fyrra greindist salmonella í auknum mæli í sýnum í fóðurstöðvum og í svína- og alifuglaeldi við reglubundna vöktun stofnunarinnar.

Munu framsögumenn fjalla um salmonellu á Íslandi, þróunina undanfarin ár, stöðuna í dag og framtíðarhorfur á öllum stigum fæðukeðjunnar allt frá dýrafóðri að tilbúnum matvælum.

Salmonellutilfelli komu einnig upp í hrossum í fyrra en í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að ávallt sé hætta á að sýkillinn komi upp í öðrum dýrum eða matvælum, innlendum sem innfluttum.

„Sýkillinn getur borist í menn við neyslu á menguðum matvælum og með snertingu við sýkt dýr með tilheyrandi heilsuspillandi áhrifum. Það er því full ástæða til að standa vörð um góða stöðu salmonellu hér á landi og að bregðast við aukinni tíðni með nauðsynlegum úrbótum.“

Nánari upplýsingar er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert