Framsókn skekur ríkisstjórnina

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að for­senda þess að rík­is­stjórn­in geti ráðist í nauðsyn­leg­ar efna­hags­um­bæt­ur sé að seðlabankafrum­varpið fari í gegn­um þingið. Tíðind­in af fundi viðskipta­nefnd­ar í morg­un hafa komið sér afar mikið á óvart. Hún seg­ir málið allt fyr­ir­slátt af hálfu fram­sókn­ar­manna.

For­menn stjórn­ar­flokk­anna ræddu málið á sér­stök­um fundi meðan á þing­flokks­fund­um stóð.  Jó­hanna seg­ir þetta vissu­lega stór­mál en seg­ist enn von­ast til að sam­komu­lag ná­ist svo frum­varpið verði að lög­um á morg­un.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, myndaði meiri­hluta með sjálf­stæðismönn­um í viðskipta­nefnd í morg­un um að fresta því að frum­varpið yrði af­greitt frá nefnd­inni þar til ný skýrsla frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins um sam­ræmt reglu­verk fyr­ir evr­ópska seðlabanka ligg­ur fyr­ir.

Hösk­uld­ur seg­ir þetta storm í vatns­glasi. Stund­um verði menn að fylgja sinni sann­fær­ingu og standa í lapp­irn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert