Hrottaleg árás og einbeittur vilji

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og líkamsárás gagnvart barnsmóður sinni. Ofbeldið fór fram á heimili hennar í mars á síðasta ári. Manninum er að auki gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Árás mannsins var hrottaleg. Hann veitti barnsmóður sinni fjölda hnefahögga í höfuð og líkama auk þess að rífa í hár hennar og þvinga hana til samræðis. Konan hlaut fjölda marbletta á báðum handleggjum og vinstri fótlegg, glóðarauga á báðum augum, brot úr tönn og margar kúlur í hársverði svo fátt eitt sé nefnt.

Við ákvörðun refsingar leit fjölskipaður héraðsdómur til áverkanna en einnig til þess að maðurinn hélt barnsmóður sinni nánast í gíslingu og var eins árs gamalt barn þeirra á heimilinu. „Ásetningur ákærða var einbeittur en árásin stóð yfir með hléi í margar klukkustundir og það eina sem ákærða virðist hafa gengið til var að lítilsvirða og knésetja brotaþola í þágu eigingjarnra hvata hans sjálfs,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Dómurinn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert