Lausn ekki fundin

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að ekki sé búið að finna lausn á seðlabanka­mál­inu en frum­varp um bank­ann komst ekki á dag­skrá Alþing­is í dag þar sem það fékkst ekki af­greitt úr viðskipta­nefnd þings­ins.  Jó­hanna seg­ist vona að lausn finn­ist fyr­ir þing­fund á morg­un. Fund­ur hef­ur verið boðaður í viðskipta­nefnd klukk­an 8:30 í fyrra­málið.

„Því miður fannst ekki  lausn á þessu í viðræðum við fram­sókn­ar­menn í dag," sagði Jó­hanna nú und­ir kvöld. Hún sagðist hafa gert sér von­ir um að frum­varpið yrði að lög­um í kvöld en nú sé ljóst að svo verði ekki. 

Jó­hanna sagði að skýrsl­an, sem von væri á frá Evr­ópu­sam­band­inu og sjálf­stæðis­menn í viðskipta­nefnd og ann­ar af tveim­ur fram­sókn­ar­mönn­um vilja bíða eft­ir, fjalli um aðra hluti en séu í seðlabankafrum­varp­inu.  Sagði Jó­hanna, að þegar skýrsla ESB lægi fyr­ir á miðviku­dag eða fimmtu­dag yrði hún vænt­an­lega rædd í viðskipta­nefnd Alþing­is. Efni þeirr­ar skýrslu sé hins veg­ar frum­varp­inu um Seðlabank­ann óviðkom­andi.

Jó­hanna sagðist ekki vita ná­kvæm­lega hvernig staða mála væri en vonaði, að hægt yrði að koma seðlabankafrum­varp­inu á dag­skrá Alþing­is á morg­un enda sé það afar brýnt.

Aðspurð hvers vegna fresta hafi þurft þing­fundi í dag vegna seðlabanka­máls­ins sagði Jó­hanna, að þetta væri eitt stærsta dag­skrár­málið sem lægi fyr­ir  þing­inu og það væri, auk mála fyr­ir at­vinnu­lífið og heim­il­in, eitt af grund­vall­ar­mál­un­um sem ná þyrfti fram  til að hægt sé að koma á efna­hags­stöðug­leika í land­inu. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagðist meta stöðuna þannig, að þetta mál þyrfti eitt­hvað lengri tíma. „Það er baga­legt að það drag­ist, menn höfðu treyst því að það myndi klár­ast hér í dag. En auðvitað er þetta ekki klukku­tímaspurs­mál," sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði að stjórn­ar­flokk­arn­ir vildu að málið klárist sem allra fyrst. enda væri það til­búið og breyt­ing­ar­til­lög­ur hefðu verið samþykkt­ar í góðri sátt eft­ir aðra umræðu á föstu­dag. „En svona mál eru bara til að leysa þau," sagði Stein­grím­ur og bætti við að hann vissi ekki hvort niðurstaða feng­ist fyr­ir  þing­fund á morg­un, sem er boðaður klukk­an 13:30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert