Mikil fundahöld í þinghúsinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í ræðustóli Alþingis.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Kristinn

Mik­il funda­höld hafa verið í Alþing­is­hús­inu síðdeg­is til að reyna að leysa hnút, sem Seðlabanka­mál er komið í.  Þau funda­höld fóru þó ekki fram í þingsaln­um því eft­ir að þing­fundi hafði verið frestað þríveg­is var fund­in­um slitið klukk­an 17:30 án þess að gengið hefði verið til dag­skrár.

Hef­ur Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, m.a. átt fundi með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, var­ar­for­manni VG, og for­mönn­um þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna og Álf­heiði Inga­dótt­ur, for­manni viðskipta­nefnd­ar.  

Einn úr röðum stjórn­arþing­manna sagðist síðdeg­is eiga vona von á að sam­komu­lag næðist þannig að hægt verði að halda þing­fund­um áfram í dag en það gekk ekki eft­ir.

Eft­ir að Guðbjart­ur Hann­es­son, for­seti Alþing­is, hafði slitið þing­fundi kröfðust þing­menn Sjálf­stæðis­flokks þess að fá að ræða um störf þings­ins og gagn­rýndu að þingið hefði verið látið sitja aðgerðarlaust meðan rætt var í hliðarsöl­um um seðlabankafrum­varpið; hægt hefði verið að fjalla um önn­ur mál á meðan á þing­fundi.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir vildi vita hvernig dag­skrá þings­ins ætti að vera næstu daga; sjálf­stæðis­menn vildu ræða brýn efna­hags­mál. 

Bjarni Bene­dikts­son gagn­rýndi að for­sæt­is­ráðherra hefði sagt í fjöl­miðlum í dag, að brýn­ar efna­hagsaðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru í upp­námi vegna þess að viðskipta­nefnd þings­ins hefði ekki náð að af­greiða frum­varp um Seðlabanka. Þetta væri ámæl­is­vert vegna þess að þess­ar brýnu efna­hagsaðgerðir væru ekki á dag­skrá þings­ins. 

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að það þyrfti að ná tök­um á hag­stjórn í land­inu og það yrði ekki gert nema komið yrði á skipu­lags­breyt­ing­um í Seðlabanka Íslands. 

Guðbjart­ur sagði að menn ætluðu að reyna að nýta tím­ann vel í þing­inu og þing­menn yrðu að aðstoða við það. Gert væri ráð fyr­ir að þing­fund­ur verði hald­inn á morg­un sam­kvæmt áætl­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert