Niðurstöður væntanlegar í vikunni

Steve Cosser
Steve Cosser

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser, sem fer fyrir einum þeirra þriggja hópa sem gerðu tilboð í Árvakur sem gefur úr Morgunblaðið, segir að skilningur hans sé sá að tilboð hans og viðskiptafélaga hans hafi verið hæst. „Við erum vongóðir um að þau mál sem ræða þarf um í þessu sambandi skýrist á morgun [í dag] og að tilkynning verði í kjölfar þess gefin út,“ sagði hann í gær.

Þrjú skuldbindandi tilboð bárust í Árvakur í síðustu viku og tók Íslandsbanki tvö þeirra til nánari skoðunar, tilboð Cossers og viðskiptafélaga hans, annars vegar, og tilboð frá hópi sem Óskar Magnússon fer fyrir, hins vegar.

Óskar sagði í gær að hann væri vongóður um að tilboð hópsins sem hann færi fyrir væri inni í myndinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Má Mássyni, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka, er niðurstaðna um sölu á Árvakri að vænta í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert