Rafmagn ódýrast á Íslandi

mbl.is/Einar Falur

Rafmagn er ódýrast á Íslandi af Norðurlöndunum, samkvæmt útreikningum Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Rafmagnið er ódýrast í Reykjavík en litlu dýrara í Helsinki. Í Ósló er rafmagnið um 35% dýrara en í Reykjavík og um 63% dýrara í Stokkhólmi. Í Kaupmannahöfn er rafmagnið  fjórfalt dýrara en í Reykjavík.

Söluverð miðast við rafmagnsverð 11. febrúar 2009 og samning um eins árs viðskipti. Gengi á íslensku krónunni er einnig miðað við þann dag, en vegna bankakreppunnar og gengisbreytinga er gengi 1. júlí einnig haft til samanburðar.

Niðurstöður sýna að fyrir bankahrunið var heimilisrafmagnið ódýrast í Helsinki og Reykjavík fylgdi fast á eftir, síðan Ósló og Stokkhólmur og dýrast var það í Kaupmannahöfn. 

Vefur Samorku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka