Sparnaður um milljarður

Landspítali
Landspítali mbl.is/Ómar

Áætlað er að launakostnaður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi lækki um tæplega einn milljarð króna á þessu ári að sögn Huldu Gunnlaugsdóttur forstjóra. Hún segir að þessu verði náð fram með því að leggja niður 96 störf. Þar af verði 67 uppsagnir en hinum starfsmönnunum verði boðin önnur störf. Þá verði vinnuferlum breytt, sem muni leiða til fækkunar þeirra sem eru að störfum á kvöldin og um helgar, minni yfirvinnu og hækkunar á vinnuhlutfalli þeirra sem eru með mjög lágt hlutfall

„Við munum breyta sjö daga deildum í fimm daga deildir, fækka rúmum og breyta í göngu- og dagdeildaþjónustu. Þannig munum við þurfa færra fólk á kvöldin, á nóttunni og um helgar. Út frá þessu skoðum við allar vaktir og þar sem við þurfum færra fólk og minni yfirvinnu lækkar launakostnaðurinn. Þá má segja að vegna ástandsins í þjóðfélaginu getum við farið fram á að fólk auki við sig vinnuhlutfall en allt of margir eru nú í tíu, tuttugu eða þrjátíu prósent vinnu.“

Hulda segir að það verði ekki auðvelt að ná fram 2,6 milljarða króna sparnaði á Landspítalanum. Því seinna sem það verk hefjist því minni möguleikar séu á því að ná þeim árangri.

„Við byrjuðum á sumarmánuðum í fyrra að skoða þessi mál en hófum svo verkið fyrir alvöru í nóvembermánuði. Frá heilbrigðisráðuneytinu hafa komið þau fyrirmæli að innritunargjöld, sem hefðu gefið spítalanum um 100 milljónir í tekjur, voru afnumin. En þar að auki hefur ráðuneytið beint því til okkar að vernda störfin eins og frekast er unnt. Reyndar höfum við allan tímann sagt að við myndum gera allt sem hægt er til að komast hjá uppsögnum. En þar að auki reynum við að sjálfsögðu að vinna á þann hátt að það dragi ekki úr gæðum þjónustunnar.

Aðgerðir í anda þess sem unnið var eftir

Segir hann að það verði að fækka stjórnendum og gera starfsemina skilvirkari með það að markmiði að halda uppi þjónustustiginu með lágmarksuppsögnum á starfsfólki.

Gæti lent á Landspítalanum

Guðlaugur Þór segir að það liggi ljóst fyrir að verkefnið sem Landspítalanum sé ætlað að takast á við sé mjög erfitt. Ef ætlunin sé að bæta í það, hvort sem er með beinni kröfu á spítalann, eða með því að taka ekki á þessum hlutum annars staðar, þannig að verkefnin færist yfir á Landspítalann verði það mjög erfitt verkefni.

„Ég var meðvitaður um það þegar ég fór í þessi verkefni að það var ekki vinsælt en það var algjörlega nauðsynlegt,“ segir Guðlaugur Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert