Þingfundi á Alþingi var aftur frestað þegar hann átti að hefjast á ný klukkan 16:30, nú til klukkan 17:30. Hefur þingfundi nú verið frestað þrisvar en hann átti að hefjast klukkan 15.
Verið er að reyna að leysa hnút, sem myndaðist í viðskiptanefnd þingsins í dag þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks og einn þingmaður Framsóknarflokks samþykktu að fresta afgreiðslu frumvarps um Seðlabanka úr nefndinni.