Vextir lækki strax

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

Framsóknarflokkurinn telur nauðsynlegt að lækka strax vexti og veita lífeyrissjóðum heimild að eiga gjaldeyrisviðskipti . Einnig að samið verði við eigendur erlendra krónureikninga á næstu tveimur mánuðum. Framsóknarmenn leggja til að Seðlabankinn annist uppboð á krónum og setji á fót uppboðsmarkað með íslenskar krónur.

Flokkurinn vill að vaxtalækkun verði rædd við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samþykki hans fengið við henni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, benti á að með því að gera lífeyrissjóðum kleift að bjóða í krónur opnist þeim leið til að flytja heim erlendar eignir sínar með mjög hagkvæmum hætti.

Framsóknarmenn leggja einnig til að kröfurhafar fái hlut í nýju bönkunum. Bæði muni þetta styrkja nýju bankana og greiða fyrir erlendum viðskiptum. Ríkið leggi inn aukið eigið fé og fái hlutabréf til samræmis við það. Hlutabréf ríkisins verði A-hlutabréf með atkvæðisrétti en aðrir eigendur fái B-hlutabréf sem veiti rétt á arðsemisgreiðslum. Þetta kemur m.a. fram í tillögum Framsóknarflokksins að aðgerðum til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulíf.

Tillögur Framsóknarflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka