Breskar verslunarkeðjur mótmæla hvalveiðum Íslendinga

mbl.is/ÞÖK

Bresku versl­un­ar­keðjurn­ar Waitrose og Marks & Spencer hafa mót­mælt ákvörðun rík­is­stjórn­ar Íslands að heim­ila hval­veiðar í at­vinnu­skyni. Waitrose hef­ur þegar látið kanna hvort þeir sem út­vegi keðjunni ís­lensk­an fisk teng­ist hvaleiðum á nokk­urn hátt.  Þá hafa keðjurn­ar skrifað ís­lensk­um stjórn­völd­um bréf þar sem þess er kraf­ist að ákvörðun­inni verði snúið við. 

Þetta kem­ur fram í vefút­gáfu breska dag­blaðsins Guar­di­an. Þar er haft eft­ir tals­manni hjá Marks & Spencer að versl­un­ar­keðjan muni ít­reka af­stöðu sína við ís­lensk stjórn­völd, en hann seg­ir að fyr­ir­tækið vilji ekki koma ná­lægt dráp­um á sjáv­ar­spen­dýr­um.

Fram­kvæmda­stjór­ar Waitrose heim­sóttu Ísland fyr­ir hálf­um mánuði og vildu tryggja að eng­in tengsl væru á milli sam­starfsaðila þeirra hér á landi og hval­veiða. Svo er ekki að þeirra sögn.

Þeir áttu jafn­framt fund með Stein­grími J. Sig­fús­syni sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og öðrum ís­lensk­um emb­ætt­is­mönn­um, þar sem þeir báðu um að ákvörðun­inni yrði hnekkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert