Brotist inn í Melabúðina

Tilkynnt var um tvö innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í Melabúðina í Vesturbænum og þaðan stolið sígarettum. Laust eftir kl. 1 var brotist inn á skrifstofu SÁÁ í Efstaleiti en ekki vitað hvort eitthvað var tekið.

Karlmaður og kona voru að verki. Þau náðust skömmu síðar. Þau hafa margoft komið við sögu lögreglu áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka