Davíð í Kastljósviðtali

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ef stjórnmálamaður í tveggja mánaða minnihlutastjórn vildi nota tækifærið og losa sig við gamlan andstæðing í stjórnmálum þá er það árás á Seðlabankann.

„Það er sagt að Seðlabankinn sé rúinn trausti, það er afar auðvelt að segja það," sagði Davíð en fullyrti að bankinn nyti fullkomins trausts og sagði, að þegar fjármálakerfið hrundi í haust hefði Seðlabanki Íslands haldið kerfinu gangandi.  

Davíð sagði, að Seðlabankinn hefði lengi varað við útþenslu íslenska bankakerfisins. Hann sagði, að hugsanlega hefði bankinn átt að leggja minni áherslu á verðbólgu og að halda gengi krónunnar stöðugu.

Hann sagði, að þegar hann kom á ríkisstjórnarfund í haust hefði hann sagt að hann teldi að allt íslenska bankakerfið yrði farið á höfuðuð innan 2-3 vikna. Síðan hefði hann bætt því við, að ef einhverntímann væri forsenda fyrir að koma sér saman um þjóðstjórn væru að skapast slík skilyrði. Seðlabankinn hefði af þessum ástæðum sett niður nefnd til að undirbúa þetta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert