Davíð í Kastljósviðtali

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, sagði í viðtali í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld, að ef stjórn­mála­maður í tveggja mánaða minni­hluta­stjórn vildi nota tæki­færið og losa sig við gaml­an and­stæðing í stjórn­mál­um þá er það árás á Seðlabank­ann.

„Það er sagt að Seðlabank­inn sé rú­inn trausti, það er afar auðvelt að segja það," sagði Davíð en full­yrti að bank­inn nyti full­kom­ins trausts og sagði, að þegar fjár­mála­kerfið hrundi í haust hefði Seðlabanki Íslands haldið kerf­inu gang­andi.  

Davíð sagði, að Seðlabank­inn hefði lengi varað við útþenslu ís­lenska banka­kerf­is­ins. Hann sagði, að hugs­an­lega hefði bank­inn átt að leggja minni áherslu á verðbólgu og að halda gengi krón­unn­ar stöðugu.

Hann sagði, að þegar hann kom á rík­is­stjórn­ar­fund í haust hefði hann sagt að hann teldi að allt ís­lenska banka­kerfið yrði farið á höfuðuð inn­an 2-3 vikna. Síðan hefði hann bætt því við, að ef ein­hvern­tím­ann væri for­senda fyr­ir að koma sér sam­an um þjóðstjórn væru að skap­ast slík skil­yrði. Seðlabank­inn hefði af þess­um ástæðum sett niður nefnd til að und­ir­búa þetta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert