Einelti látið viðgangast á Selfossi?

Einelti er hræðilegt í öllum sínum birtingarmyndum. Myndin tengist ekki …
Einelti er hræðilegt í öllum sínum birtingarmyndum. Myndin tengist ekki fréttinni beint mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Móðir nokk­ur á Sel­fossi á þá ósk heit­asta að geta flutt í burtu vegna þess að barnið henn­ar verður fyr­ir einelti í grunn­skóla og hún tel­ur ekki tekið á mál­inu. Kona ein kveðst hafa fylgst með bar­áttu vin­konu sinn­ar við skól­ann á staðnum, en vin­kon­an hef­ur bar­ist fyr­ir því að tekið verði á einelti gegn barn­inu henn­ar.

Morg­un­blaðinu hef­ur borist fjöldi ábend­inga frá for­eldr­um á Sel­fossi um að pott­ur sé brot­inn í skóla­mál­un­um á staðnum, hvort sem er í grunn­skól­an­um eða Fjöl­brauta­skóla Suður­lands, FSu, og birt­ir hér sam­töl við nokkr­ar mæður, sem vilja ekki láta nafns síns getið til að vernda börn sín. All­ir sem rætt hef­ur verið við eru sam­mála um að taka þurfi af meiri ein­urð á einelt­is­mál­um á Sel­fossi.

Móðir 1: „Sami strák­ur­inn hef­ur verið að níðast á hon­um síðan í 1. bekk. Ég hef talað tvisvar við móður hans, síðast í vet­ur. Hún hafði aldrei heyrt það frá skóla­yf­ir­völd­um að eitt­hvað hefði gengið á í gegn­um tíðina,“ seg­ir móðir drengs í Valla­skóla á Sel­fossi. Hún er ekki sátt við hvernig skóla­yf­ir­völd hafa brugðist við umkvört­un­um henn­ar yfir því að sami strák­ur hafi lagt son henn­ar í einelti árum sam­an án þess að tekið sé á mál­inu. Hún seg­ir yf­ir­menn í skól­an­um vísa hver á ann­an. „Hann fer ekki í leik­fimi og hann fer ekki í sund af því hon­um líður svo illa. Ég er búin að ganga í gegn­um hví­lík­ar hremm­ing­ar í öll þessi ár. Mér finnst með ólík­ind­um að skóla­stjór­inn og deild­ar­stjór­inn vísi hvor á ann­an. Svo í ofanálag vísa þeir á þann sem sér um að fram­fylgja Olweus-áætl­un­inni í skól­an­um, og hann kann­ast bara ekk­ert við þetta.“ Móðirin seg­ir eng­um blöðum um það að fletta að ekk­ert sé unnið í þeim einelt­is­mál­um sem upp koma í skól­an­um. Hún hef­ur margsinn­is talað við skóla­stjór­ann og deild­ar­stjór­ann um mál son­ar síns. Móðirin vildi sér­stak­lega taka það fram að kenn­ar­ar eigi líka hlut að máli í einelti. „Þeir eiga líka sinn hlut í því að ekki er tekið á mál­un­um, eru eig­in­lega orðnir meðvirk­ir,“ seg­ir móðirin.

Móðir 3: „Í Fjöl­brauta­skóla Suður­lands á Sel­fossi er öll­um markaður bás og ég hef mikl­ar áhyggj­ur af klíku­mynd­un­inni sem viðgengst þar,“ seg­ir móðir fyrr­ver­andi nema í FSu. Sjálf er móðirin stúd­ent frá FSu og man ekki eft­ir því að þetta hafi verið svona á þeim tíma sem hún var í skól­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert