Ekki rætt um Seðlabanka

Frá fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.
Frá fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun. mbl.is/Heiðar

Fundi viðskipta­nefnd­ar Alþing­is er lokið. Frum­varp um Seðlabank­ann var ekki til umræðu á fund­in­um og Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sem í gær greiddi at­kvæði með til­lögu sjálf­stæðismanna í nefnd­inni um að fresta því að af­greiða frum­varpið frá nefnd­inni, sat ekki fund­inn.

Sam­kvæmt dag­skrá Alþing­is á þriðja umræða um seðlabankafrum­varpið að fara fram í dag en frum­varpið er enn fast í viðskipta­nefnd eins og áður sagði. Hins veg­ar er gert ráð fyr­ir því, að hægt verði að boða fund í nefnd­inni með stutt­um fyr­ir­vara ef þannig ber und­ir.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður og full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í viðskipta­nefnd, seg­ist ekki telja ástæðu til þess að ætla að málið kom­ist á dag­skrá Alþing­is í dag þar sem nefnd­in hef­ur ekki enn lokið um­fjöll­un sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka