Margir Íslendingar sem höfðu tímabundin atvinnuleyfi í Bandaríkjunum eru í þeirri stöðu að þurfa að yfirgefa landið og snúa til Íslands vegna kreppunnar.
Jonas Moody, bandarískur blaðamaður, lýsti því í MBL sjónvarpi í gær að honum hefði verið neitað um atvinnuleysisbætur eftir atvinnumissi þótt hann hafi búið hér í sex ár. Þá þarf hann að yfirgefa landið nema hann sýni fram á að hann geti framfleytt sér þótt hann sé í sambúð með Íslendingi.