Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Valdís Thor.

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, sagði í Kast­ljósi Sjón­varps­ins, að senni­lega hafi það haft mik­il áhrif á bresk stjórn­völd í kjöl­far ís­lenska banka­hruns­ins, að fé var flutt úr dótt­ur­fé­lagi Kaupþings, sem laut bresk­um lög­um og eft­ir­liti.

Þá sagðist Davíð hafa sent ís­lensku lög­regl­unni bréf í des­em­ber vegna viðskipta fjár­fest­is frá Kat­ar með hluta­bréf í Kaupþingi.

Davíð sagði á viðskiptaþingi í vet­ur, að hann vissi hvað orðið hefði til þess, að bresk stjórn­völd beittu hryðju­verka­lög­um gegn ís­lenska rík­inu og Lands­bank­an­um. Þegar Sig­mar Guðmunds­son, aðstoðarrit­stjóri Kast­ljóss, spurði Davíð hvort hann vildi upp­lýsa nú um þessa vitn­eskju sína svaraði hann, að ekki væri úti­lokað að Bret­ar hefðu orðið hrædd­ir þegar þeir urðu var­ir við að ís­lensk­ir aðilar tóku pen­inga út dótt­ur­fé­lagi Kaupþings sem laut bresku eft­ir­liti. Fyrst hefði breska fjár­mála­eft­ir­litið talið að um væri að ræða 400 millj­ón­ir punda og síðan 800 millj­ón­ir punda og loks enn hærri tölu.

Þá sagði Davíð, frétt­ir hefðu borist af því að lög­reglu hefði borist nafn­laust bréf sem varð til þess að sj­eik í Kat­ar og hundruð millj­arða til­færsl­ur á pen­ing­um komu upp á yf­ir­borðið. Davíð sagði, að upp­lýs­ing­arn­ar hefðu að vísu borist sér nafn­laus­ar en bréfið hefði hann skrifað lög­regl­unni 2. des­em­ber. Þetta hefði valdið breyt­ing­um í skila­nefnd­um Kaupþings og víðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert