Frumvarp gegn skattaundanskotum tilbúið

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er með í undirbúningi frumvarp um aðgerðir til að styrkja skattframkvæmd og vinna gegn skattundanskotum. Steingrímur sagðist á fréttamannafundi í dag vonast til að frumvarpið verði fullbúið og kynnt í ríkisstjórn á föstudaginn og verði lagt fram á þingi í næstu viku.

„Bankar og fjármálastofnanir þurfa að veita meiri upplýsingar um viðskipti, um eignir, skuldir, arð og söluhagnað o.fl. umfram það sem verið hefur. Í öðru lagi verða settar ríkari kvaðir á móðurfélög,  sem hér eru skráð,l að veita upplýsingar um starfsemi sína í útibúum og dótturfélögum erlendis. Í þriðja lagi verði aðilum, sem veita ráðgjöf og lögfræðilega aðstoð eða bókhaldaðstoð við íslenska skattaðila eða íslenska ríkisborgara, gert skylt að upplýsa um það hverja þeir hafa haft í sinni þjónustu og halda skrá yfir það. Í fjórða lagi er gert ráð fyrir, að við tökum upp skattlagningu vegna erlends eignarhald íslenskra fyrirtækja á lágskattasvæðum og setjum hér svokallaða CFC-löggjöf, sem er að finna í flestum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastfonunarinnar en hefur ekki verið í gildi hér," sagði Steingrímur.

Hann sagði, að segja mætti að skattaleg meðferð sé sniðin að því sem sé í móðurfélaginu og skattalandi þess, þannig að það hafi minni tilgang fyrir menn að reyna að leita uppi skattaskjól til að fela starfsemi þar," sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert