Fulltrúar IMF hér til 10. mars

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Von er á fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands á fimmtudag til að leggja mat á það hvernig Íslandi hafi tekist að framfylgja þeim áætlunum, sem gerðar voru þegar Ísland fékk fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Mark Flanagan fer fyrir sendinefnd sjóðsins, sem mun dvelja hér til 10. mars.

Íslensk stjórnvöld gerðu sl. haust samning um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem gildir til tveggja ára og felur í sér, að sjóðurinn veitir Íslandi 2,1 milljarðs dala lán. 

Reutersfréttastofan hefur eftir ónafngreindum talsmanni sjóðsins, að sendinefndin muni ræða um efnahagsþróunina við íslensk stjórnvöld og meta þann árangur, sem náðst hafi og hvort hann sé í samræmi við efnahagsáætlun, sem sjóðurinn staðfesti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert