Húsaleiga lækkar á Bifröst

Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst mbl.is/Rax

Há­skól­inn á Bif­röst hef­ur ákveðið að lækka húsa­leigu nem­enda um 10% frá og með næstu mánaðamót­um. Rektor skól­ans, dr. Ágúst Ein­ars­son, hef­ur til­kynnt nem­end­um þetta.

Í tölvu­pósti frá rektor seg­ir m.a.:

„Skóla­yf­ir­völd hafa unnið að úr­bót­um í húsa­leigu­mál­um á Bif­röst í nokkra mánuði en mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á hús­næðis- og leigu­markaði lands­manna und­an­farna mánuði. 


Húsa­leiga á Bif­röst hef­ur ekki hækkað að raun­gildi í nokk­ur miss­eri og nú hef­ur verið ákveðið að lækka húsa­leigu nem­enda á Bif­röst frá og með 1. mars nk. um 10%. “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert