Háskólinn á Bifröst hefur ákveðið að lækka húsaleigu nemenda um 10% frá og með næstu mánaðamótum. Rektor skólans, dr. Ágúst Einarsson, hefur tilkynnt nemendum þetta.
Í tölvupósti frá rektor segir m.a.:
„Skólayfirvöld hafa unnið að úrbótum í húsaleigumálum á Bifröst í nokkra mánuði en miklar breytingar hafa orðið á húsnæðis- og leigumarkaði landsmanna undanfarna mánuði.
Húsaleiga á Bifröst hefur ekki hækkað að raungildi í nokkur misseri og nú hefur verið ákveðið að lækka húsaleigu nemenda á Bifröst frá og með 1. mars nk. um 10%. “