Í gæsluvarðhald vegna gruns um vændi

Kona hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hún hafi gert út vændiskonur hér á landi og hagnast á því. Þá er konan einnig grunuð um aðild að fíkniefnamálum að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Blaðið segir að konan hafi verið handtekin þegar hún kom frá Hollandi í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi fylgst með konunni, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu, en verið búsett hér á landi um skeið. Rökstuddur grunur er um að hún hafi gert út erlendar vændiskonur í fjölbýlishúsi að Hverfisgötu 105 en einnig á heimili sínu í Hafnarfirði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert