Í sárum eftir átök við ríkið

Miðhúsahólmi
Miðhúsahólmi

„Þjóðlendu­málið er einn angi græðgi­svæðing­ar sem á end­an­um leiddi mikla ógæfu yfir þjóðina. Rík­is­valdið réðst að sjálf­um eign­ar­rétt­in­um, ein­um af horn­stein­um sam­fé­lags­ins með öfga­full­um og siðlaus­um kröf­um án þess að spyrja um af­leiðing­ar og her­kostnað. Land­eig­end­ur eru marg­ir hverj­ir í sár­um eft­ir þá viður­eign,“ sagði Örn Bergs­son, formaður Lands­sam­taka land­eig­enda, meðal ann­ars í skýrslu stjórn­ar til aðal­fund­ar sam­tak­anna í Reykja­vík á föstu­dag­inn var,  20. fe­brú­ar.

Örn minnt­ist þess að núna er liðinn rétt­ur ára­tug­ur frá því fyrsta kröfu­gerð rík­is­ins í þjóðlendu­mál­um var lögð fram, 1. mars 1999 í Árnes­sýslu.

Lands­sam­tök land­eig­enda voru stofnuð í árs­byrj­un 2007 til að standa vörð um hags­muni land­eig­enda í þjóðlendu­mál­inu en á aðal­fund­in­um núna var samþykkt að breyta lög­um sam­tak­anna til að auka veru­lega umboð þeirra til hags­muna­gæslu land­eig­enda, meðal ann­ars gagn­vart stór­fyr­ir­tækj­um, op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um og aðilum á þeirra veg­um.

Fram kom í skýrslu for­manns­ins að land­eig­end­ur sjálf­ir hefðu kallað eft­ir því að sam­tök­in yrðu líka brjóst­vörn þeirra til dæm­is gagn­vart Vega­gerðinni, Lands­virkj­un, Landsneti og RARIK og vegna annarra op­in­berra fram­kvæmda. Einnig gagn­vart Alþingi og op­in­berri stjórn­sýslu vegna laga og reglu­gerða þar sem til dæm­is væri gengið á rétt land­eig­enda varðandi eign­ar­nám hins op­in­bera og fram­kvæmd eign­ar­náms.

Réttaró­vissu verði eytt

Nú er búið að taka um það bil helm­ing Íslands til um­fjöll­un­ar sam­kvæmt þjóðlend­u­lög­un­um nr. 58/​1998 og kveðnir hafa verið upp 27 dóm­ar í Hæsta­rétti varðandi þjóðlend­ur. Í máli margra á aðal­fund­in­um kom fram, þar á meðal hjá lög­mönn­un­um Friðbirni F. Garðars­syni og Ólafi Björns­syni, að lögð væri óeðli­lega þung sönn­un­ar­byrði á land­eig­end­ur í  mála­rekstri vegna eign­ar­rétt­ar síns gagn­vart rík­inu. Þar af leiðandi ríkti nú ákveðin réttaró­vissa sem ein­ung­is yrði eytt með laga­breyt­ingu.

Gagn­rýna Óbyggðanefnd

Land­eig­end­ur gagn­rýna Óbyggðanefnd fyr­ir hönd stjórn­valda fyr­ir að úr­sk­urða lög­mönn­um land­eig­enda mun lægri mál­svarn­ar­laun en sem svar­ar raun­veru­leg­um kostnaði við mála­rekst­ur­inn, jafn­vel inn­an við helm­ing lög­fræðikostnaðar­ins. Þessu mót­mæltu land­eig­end­ur harðlega í bréf­um til rík­is­stjórn­ar­inn­ar á ár­inu 2008 en for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra vísuðu er­ind­um þeirra á bug. Land­eig­end­ur Reykja­hlíðar ehf. í Mý­vatns­sveit kærðu þá úr­sk­urð Óbyggðar­nefnd­ar um mál­svarn­ar­laun til umboðsmanns Alþing­is og umboðsmaður komst að þeirri niður­stöðu að úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar um máls­kostnað Reykja­hlíðar sam­rýmd­ist hvorki efnis­kröf­um stjórn­sýslu­laga né þjóðlend­u­laga.

Stjórn Lands­sam­taka land­eig­enda var end­ur­kjör­in á aðal­fund­in­um. Hana skipa Örn Bergs­son, Hofi í Öræf­um, formaður, Guðný Sverr­is­dótt­ir, Greni­vík, Ólaf­ur H. Jóns­son, Reykja­vík, Óðinn Sigþórs­son, Ein­ars­nesi í Borg­ar­f­irði og Gunn­ar Sæ­munds­son, Hrúta­tungu í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu.

Heimasíða Lands­sam­taka land­eig­enda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert