Kosningar verða 25. apríl

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mbl.is/RAX

Ákveðið hef­ur verið, að kosið verði til Alþing­is laug­ar­dag­inn 25. apríl.  Fram kom á blaðamanna­fundi for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra í dag, að sam­kvæmt því þyrfti að rjúfa þing 27. mars en verið er að ræða leiðir til að þingið geti starfað nokkra daga til viðbót­ar, þó lengst til 4. apríl. 

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagðist á fund­in­um vona að hald­inn yrði auka­fund­ur í viðskipta­nefnd Alþing­is í há­deg­inu og þar muni nefnd­in kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu um frum­varp um Seðlabank­ann svo hægt verði að hefja lokaum­ræðu um frum­varpið á Alþingi í dag. 

Fram kom á blaðamanna­fund­in­um, að von er á full­trújm Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til lands­ins á fimmtu­dag. Sagðist Jó­hanna von­ast til að búið yrði að skipta um stjórn í Seðlabank­an­um fyr­ir þann tíma því full­trú­ar sjóðsins þyrftu að eiga viðræður við nýja stjórn­end­ur bank­ans. 

Jó­hanna sagði, að rætt yrði við full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um vaxta­lækk­un, sem væri orðin afar brýn.

Á fund­in­um sögðust bæði Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, telja til­lög­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins um niður­fell­ingu 20% af öll­um íbúðalán­um, al­ger­lega óraun­hæf­ar en þær  myndi kosta 4-500 millj­arða króna. Sagði Jó­hanna, að eng­um væri greiði gerður að koma fram með til­lög­ur af þessu tagi, sem myndu m.a. þýða að Íbúðalána­sjóður færi lóðbeint á haus­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert