Með húseignir í mínus

mbl.is

Sá sem keypti sér íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs 2007 fyrir 25 milljónir króna, og tók verðtryggt 100% lán til 30 ára á 5% vöxtum, skuldar núna rúmum þremur milljónum króna meira í íbúðinni heldur en verðmætið segir til um. Greiðslubyrði af láninu hefur á sama tíma aukist um 25% og nemur núna 167 þúsund krónum á mánuði.

Þetta má m.a. lesa út úr nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um skuldir heimilanna.

Þar segir að staða þeirra íbúðareigenda sem komu inn á fasteignamarkaðinn í ársbyrjun 2008 sé mun verri en þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð tveimur árum áður. Eigið fé þessara húseigenda er svo gott sem uppurið eða neikvætt. Skiptir litlu hvort tekið hafi verið 80% lán, 90% eða 100%. Þannig á sá sem tók 80% lán út á 25 milljóna króna íbúð í febrúar 2007 aðeins um tvær milljónir króna umfram eftirstöðvar af láninu.

Staða þeirra sem tóku erlend myntkörfulán í íbúðarkaupum er síst betri. Talið er að hátt í 15 þúsund slík lán hafi verið tekin, af um 150 þúsund. Eftirstöðvar af 20 milljóna króna erlendu láni, sem tekið var í febrúar 2006, eru komnar í rúmar 36 milljónir króna og mánaðarleg greiðslubyrði hafi farið úr 97 þúsund í 167 þúsund krónur. Eftirstöðvar af 20 milljóna króna verðtryggðu láni hjá Íbúðalánasjóði, sem tekið var á sama tíma, eru komnar í 26 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert