Tafir á Holtavörðuheiði

Flutn­inga­bif­reið valt á Holta­vörðuheiði und­ir kvöld en meiðsli öku­manns eru minni­hátt­ar. Bíll­inn er að hluta til á veg­in­um en að hluta til utan hans og gera má ráð fyr­ir því að um­ferð á heiðinni tefj­ist fram eft­ir kvöldi

Farm­ur bíls­ins var fisk­ur en ekki er vitað hvort mikið af hon­um er skemmd­ur.

Varað hef­ur verið við mjög slæmu ferðaveðri í kvöld með mik­illi ofan­komu og hvöss­um vindi, á Vest­fjörðum og Norðvest­ur­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert