Verslunin mun rísa á ný

Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag að versl­un­in á Íslandi ætti við erfið vanda­mál að etja en lang­tímastaða henn­ar væri ekki verri en hún var fyr­ir efna­hags­hrunið. „Versl­un­in mun því rísa en óneit­an­lega verður ekki hátt risið á henni á næstu mánuðum og miss­er­um," sagði Gylfi.

Rætt var utan dag­skrár á Alþingi að ósk Ástu Möller, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks, um stöðu og starfs­um­hverfi ís­lenskr­ar versl­un­ar.

Gylfi sagði að áætlað væri að sam­drátt­ur í neyslu yrði 30% á tíma­bil­inu 2007-2009 og það kæmi óhjá­kvæmi­lega beint fram í því að um­svif í versl­un drag­ist svipað sam­an. Við bætt­ust vanda­mál vegna geng­isþró­un­ar og fleira og vanda­mál smá­sala komi niður á heild­söl­um og inn­lend­um fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um. Þetta væri því tals­vert fjall að klífa.

Gylfi sagði ljóst, að af­skrifa þyrfti tölu­vert af eig­in fé og skuld­um versl­un­ar­fyr­ir­tækja áður en yfir lyki. Það stæði upp á banka­kerfið, að hafa for­göngu um það og mik­il­vægt væri að vel yrði þar staðið að mál­um og tryggt að fyr­ir­tækj­um eða eig­end­um verði ekki mis­munað. Þá yrði að hafa sam­keppn­is­sjón­ar­mið í huga og koma í veg fyr­ir að þess­ar aðgerðir auki samþjöpp­un í versl­un­ar­rekstri.

Ráðherra sagði, að ekk­ert svig­rúm væri til sér­tækra aðgerða hins op­in­bera gagn­vart versl­un­inni en versl­un­in nyti góðs af öll­um aðgerðum sem gripið væri til vegna fjár­mála­hruns­ins, svo sem upp­bygg­ingu banka­kerf­is­ins, stöðug­leika á fjár­mála­markaði og aðgerða til að bæta stöðu heim­il­anna og  sam­skipti við er­lenda aðila. 

Ásta spurði sér­stak­lega um hvort fyr­ir lægi áætl­un um lækk­un vaxta. Gylfi sagði að svo væri ekki en brýnt væri að lækka verðbólgu og skapa skil­yrði til lækk­un­ar vaxta og af­náms gjald­eyr­is­hafta. Gylfi sagði, að gengi krón­unn­ar hefði verið óeðli­lega hátt og þurft að falla tals­vert til að draga úr inn­flutn­ingi og styrkja út­flutn­ing. Gengið hefði hins veg­ar lækkað of mikið og því væri eitt­hvað svig­rúm fyr­ir hækk­un krón­unn­ar. 

Ásta sagði að mikið af aðgerðum í þágu versl­un­ar­inn­ar væri á valdi rík­is­stjórn­ar­inn­ar en fátt hefði verið um svör hjá ráðherr­an­um. Rík­is­stjórn­in hefði varið miklu af sín­um tíma í skipu­lag­breyt­ing­ar á Seðlabank­an­um og und­ir­búa breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert