Skýrslu Evrópusambandsins um fjármálalegan stöðugleika var dreift á fundi viðskiptanefndar Alþingis í hádeginu í dag. Nefndarmenn fá nú ráðrúm til að kynna sér skýrsluna en ekki hefur verið ákveðið hvenær nefndin kemur aftur saman.
Hugsanlegt er að fundur verði haldinn í nefndinni í kvöld og þeir sem vildu bíða eftir skýrslunni vildu lengri frest til að kynna sér hana. En meirihluti þingmanna í
viðskiptanefnd Alþingis samþykkti á mánudag að bíða með að afgreiða frumvarp um Seðlabanka Íslands út úr nefndinni þar til skýrsla ESB lægi fyrir. Skýrslan er 80 blaðsíður að lengd.