Fulltrúar ÖSE væntanlegir

Tveir full­trú­ar frá kosn­inga­eft­ir­liti ÖSE, Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu, eru vænt­an­leg­ir hingað til lands í næstu viku til að kynna sér und­ir­bún­ing alþing­is­kosn­ing­anna sem fara fram í lok apríl. Í fram­hald­inu verður tek­in ákvörðun um hvort ÖSE verður með eft­ir­lit með kosn­ing­un­um sjálf­um.

Að sögn Urðar Gunn­ars­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, er heim­sókn full­trú­anna ekki kosn­inga­eft­ir­lit held­ur er verið að kanna hvort grund­völl­ur er fyr­ir kosn­inga­eft­ir­liti.

„Þeir ætla að eiga fundi með hags­munaaðilum, t.d. þeim sem koma að skipu­lagn­ingu kosn­ing­anna, stjórn­mála­flokk­um og öðrum. Í fram­hald­inu ákveða þeir hvort þeir vilja fylgj­ast með kosn­ing­un­um.“

Urður seg­ir aðspurð þetta í fyrsta sinn sem Ísland fær slíka heim­sókn í aðdrag­anda kosn­inga hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert