Hryðjuverkalög ekki til mannréttindadómstóls

Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg.
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Íslensk stjórn­völd hafa hætt við áform um að leita til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna þeirr­ar ákvörðunar breskra stjórn­valda að beita hryðju­verka­lög­um til að frysta eign­ir Lands­bank­ans.

Breska blaðið Fin­ancial Times hef­ur eft­ir Gylfa Magnús­syni, viðskiptaráðherra, að eng­in áform séu af hálfu ís­lenskra stjórn­valda að leita til dóm­stóla vegna þessa máls.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lýsti því yfir í janú­ar að verið væri að skoða hvort leita ætti til mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins þar sem aðgerðir Breta hefðu grafið und­an ís­lenska banka­kerf­inu og átt þátt í hruni þess. 

Fin­ancial Times seg­ir, að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG von­ist hins veg­ar til þess, að ákvörðun um að falla frá áform­um um mála­ferli muni gefa til kynna að horft sé nú á mál­in af meira raun­sæi en áður. 

„Þetta er eitt af þeim mál­um, sem greiða þarf úr í tengsl­um við upp­bygg­ingu fjár­mála­kerf­is­ins okk­ar og end­ur­reisn rík­is­sjóðs," hef­ur blaðið eft­ir Gylfa.

FT seg­ir að breska fjár­málaráðuneytið hafi fagnað um­mæl­um Gylfa og sagt að það hlakki til að eiga viðræður við Íslend­inga um þau mál, sem séu óleyst. Bresk stjórn­völd leggja áherslu á, að Íslend­ing­ar leggi fram fé til að greiða lág­marks inn­lána­trygg­ingu vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans. 

Í dálkn­um Alp­haville í Fin­ancial Times seg­ir, að með þess­ari niður­stöðu sé lokið einni hörðustu deilu Íslands og Bret­lands frá því þorska­stríðunum lauk á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert